1.11.2011 | 11:32
þegar maður hjólar þá passar maður sjalfan sig OG HANA NÚ. Ökumenn bera ekki ábyrgð á mér þegar ég hjóla.
Þegar maður hjólar þá passar maður sjálfan sig OG HANA NÚ. Ökumenn bera ekki nábyrgð á mér þegar ég hjóla.
Harma slys á Dalvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reiðhjól eru dauðadæmd sem samgöngutæki ef reiðhjólamenn þurfa eilíflega að gera ráð fyrir því í öllum aðstæðum að ökumenn vélknúinna tækja muni ekki virða rétt reiðhjóla í umferðinni.
b (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:06
En er það endilega staðfest að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi? Nú er það mjög erfitt að sjá hvað er hægra megin við stóran bíl þegar beygt er til hægri og mér heyrist að það hafi verið skv fyrirmælum frá Gámaþjónustunni og Sorpu að ekið skyldi inn að vestanverðu á umrædda gámastöð þannig að varla er þar við ökumanninn að sakast.
Gummi (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:22
Ef maður er ekki vel inn í verklagi Gámaþjónustunnar er kannski erfitt að reikna með því að fá bíl á sig úr þessari áttinni á þessum stað þegar þetta fagurrauða skilti með gulu þverstriki í miðjunni er þar sem það er.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:30
Tinna Rut, þetta er svo vitlaust hjá þér, að það er þyngra en tárum taki. Þessi lífsspeki þín gildir væntanlega fyrir gangandi vegfarendur líka? Börnin í umferðinni? Gamalmenni og hreyfihamlaða? Allir eiga að passa sig... nema bílstjórar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 12:32
Það eina sem ég sem hjólreiðamaður geri ráð fyrir í umferðinni er að bílar komi ekki úr þeirri átt sem þeir eiga ekki að geta komið úr og þannig er líklega farið með flesta sem nota reiðhjól.
Ef rétt er að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi sett þessar reglur um að ekið væri með þessum hætti þá eru þeir líklega skaðabótaskyldir og hafa jafnvel brotið refsilöggjöf.
eir@si, 1.11.2011 kl. 12:35
Maður þarf að kunna fótum sínum forráð ef ég skil þennan pistil þin rétt Tinna.
Hinsvegar er það þannig að umferðin er samvinna og allir vegfarendur þurfa að sýna tillitsemi og fara varlega. Engin vill aka á annan og valda honum óbætanlegu tjóni. Bílstjórar aka ekki á vegfarendur sem þeir sjá heldur á þá sem þeir sjá ekki. Leiðin til að sjá aðra vegfarendur er að líta eftir þeim og fara varlega. Fyrir þá sem hjóla er best að staðsetja sig í sjónsviði bílstjóra ef það er hægt en ella að gera sér grein fyrir að maður er likast til ósýnilegur fyrir bílstjóranum.
Í tilefni af átakinu hjólað í vinnuna núna í vor gáfu Landssamtök hjólreiðamanna LHM í samvinnu við Fjallahjolaklúbbinn út bæklinginn "Hjólreiðar frábær fararmáti" til að hvetja til hjólreiða. Í honum voru m.a. leiðbeiningar til ökumanna og hjólreiðamanna um hvernig best væri að bæta samvinnu og auka öryggi í umferðinni.
Hér eru leiðbeiningar til ökumanna og hér eru leiðbeiningar til hjólreiðamanna úr bæklingnum.
kveðja
Árni Davíðsson formaður LHM
Árni Davíðsson, 1.11.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.